Ný skýrsla um stöðu og horfur á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um Stöðu og horfur á vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun. Svo virðist sem fólki á vinnumarkaði muni fjölga heldur minna en sem nemur fjölgun starfa næstu ár og er mismunurinn nálægt 1.000 manns á ári. Atvinnulausum mun því fækka samsvarandi um nálægt 1.000 manns ári, sem er svipuð fækkun og verið hefur síðustu 4 ár samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi mun því áfram fara lækkandi og fara úr 5% á árinu 2014 í um 3,1% árið 2017 gangi hagvaxtarspár eftir. Fjölgun er einkum í greinum tengdum ferðaþjónustu.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA