Nýir kauptaxtar

Í kjölfar þess að 13 félög innan SGS samþykktu nýjan kjarasamning sl. föstudag munu nýir kauptaxtar taka gildi í viðkomandi félögum. Taxtarnir gilda frá og með 1. febrúar 2014 til og með 28. febrúar 2015 og gilda þeir fyrir starfsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka laun um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma. Kauptaxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Þá hækka Orlofs- og desemberuppbætur umtalsvert. Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður 39.500 kr. og desemberuppbót verður 76.300 kr. miðað við fullt starf á árinu 2014. Nýir kauptaxtar gilda í eftirtöldum félögum:
  • Aldan stéttarfélag
  • Báran stéttarfélag
  • Efling stéttarfélag
  • Eining-Iðja
  • Framsýn stéttarfélag
  • Stéttarfélagið Samstaða
  • Stéttarfélag Vesturlands
  • Vlf. Akraness
  • Vlf. Hlíf, Vlf. Grindavíkur
  • Vlsfél. Keflavíkur og nágrennis
  • Vlf. Snæfellinga
  • Vlf. Þórshafnar
Nýir kauptaxtar á PDF-sniðiPdf-icon [hr toTop="false" /] Í eftirtöldum félögum gilda kauptaxtar sem tóku gildi þann 1. janúar sl. og gilda þeir til og með 31. desember 2014:
  • AFL starfsgreinafélag
  • Vlf. Suðurlands
  • Vlsfél. Sandgerðis
  • Vlf. Vestfirðinga
  • Vlsfél. Bolungarvíkur[hr toTop="false" /]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA