Nýr starfsmaður á skrifstofu SGS

Mynd_1229277Árni Steinar Stefánsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá Starfsgreinasambandinu frá og með 1. maí. Árni kemur til með að sinna ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs-, og starfsmenntamála sem og almennri hagsmunagæslu fyrir verkafólk. Einnig mun Árni sinna verkefnum tengdum ákvæðisvinnu- og kaupaukakerfum, hafa umsjón með vefsíðu sambandsins, sinna skýrslugerð o.fl. Árni er fæddur árið 1984 og er ferðamála- og atvinnulífsfræðingur að mennt. Síðastliðin fjögur ár hefur Árni starfað hjá Vinnumálastofnun, fyrst sem ráðgjafi hjá EURES – evrópskri vinnumiðlun og síðar sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og afgreiðslusviði stofnunarinnar. Starfsgreinasambandið býður Árna velkominn til starfa.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA