Nýr upplýsinga- og ráðgjafavefur í loftið

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur sett nýjan upplýsinga- og ráðgjafavef í loftið undir heitinu Næsta skref.  Unnið var að þróun vefjarins í samvinnu við Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf  og fleiri aðila árin 2012-2014 og var hann þá hluti af IPA-styrktu verkefni, sem FA stýrði, og bar heitið: Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Vinnan lá að mestu niðri frá miðju ári 2014 en hófst að nýju haustið 2016 og er vefurinn nú kominn í loftið, endurgerður. Á vefnum er að finna lýsingar á 250 störfum og 100 námsleiðum, áhugakönnun, skimunarlista vegna raunfærnimats og upplýsingar um ráðgjöf og starfsemi símenntunarmiðstöðva. Vefurinn á að geta gagnast öllum í leit að upplýsingum um nám eða starf auk þess að vera verkfæri í ráðgjöf. www.naestaskref.is
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA