Nýtt ár og breytt laun

Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir samfylgdina á liðnu ári. Rétt fyrir jól undirritaði samninganefnd SGS nýja kjarasamninga sem gilda til eins árs. Nú tekur við ferli atkvæðagreiðslu hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og skal því lokið þann 22. janúar næstkomandi. Samningar taka gildi við undirritun og gilda áfram nema þeir séu felldir í atkvæðagreiðslu. Í meðfylgjandi skjali má sjá nýja kauptaxta, hækkun desember- og orlofsuppbótar, almenna hækkun og svo framvegis. Nánari kynning á nýgerðum kjarasamningi fer svo fram í hverju aðildarfélagi fyrir sig auk þess sem efni verður aðgengilegt á þessari síðu þegar fram líða stundir. Starfsgreinasambandið vill hvetja alla til að kynna sér samninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslu um hann. Kauptaxtar á almennum vinnumarkaði 1. jan-31. des 2014Pdf-icon [hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag