Öll aðildarfélögin veita umboð

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu samningsumboð og munu félögin því koma sameinuð að gerð kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, en núgildandi samningar renna út um áramótin. Um er að ræða sögulegan áfanga því þetta er í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem öll aðildarfélögin framselja samningsumboðin til SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði. Í gær lauk góðum tveggja daga vinnufundi á Hótel Selfossi þar sem félögin kynntu áherslur sínar og í framhaldinu voru unnin drög að nýrri að sameiginlegri kröfugerð sem gengið verður frá um miðja næstu viku.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag