Samninganefndarfundur afstaðinn

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hélt fund í dag þar sem farið var yfir stöðuna en eins og alkunna er runnu samningar út um síðustu mánaðarmót. Starfsgreinasambandið ákvað á fundi í nóvember að ganga til samstarfs við önnur landssambönd í samningaviðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands er í forsvari fyrir þær viðræður en formaður Starfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson er fulltrúi SGS í þeirri samninganefnd. Á fundinum í dag var ákveðið að halda áfram á þeirri braut að vera í samstarfi við önnur landssambönd í kjaraviðræðunum. Starfsgreinasambandið fer með samningsumboð fyrir 16 félög á hinum almenna vinnumarkaði og hefur lagt fram kröfugerð í þeirra nafni.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag