SGS undirritar samkomulag við ríkið

Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 krónur en laun í launaflokki 11 og ofar hækka um 2,8%, þó að lágmarki um 8.000 krónur. Einnig var samið um tvær eingreiðslur - annars vegar 14.600 kr. í apríl 2014 og hins vegar 20.000 kr. eingreiðslu í febrúar 2015. Báðar eingreiðslurnar miðast við fullt starf. Þá má nefna að persónuuppbót (desemberuppbót) verður 73.600 kr. á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 kr.  Samkomulagið í heild má lesa hérPdf-icon.[hr toTop="false" /]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA