Slysaréttur starfsmanns er virkur í fjarvinnu

Samkvæmt lögum og kjarasamningum eiga fjarvinnustarfsmenn að njóta sömu réttinda og aðrir sambærilegir starfsmenn í starfstöð atvinnurekanda. Sömu skilyrði gilda þegar kemur að aðbúnaði, hollustuháttum og slysum sem verða við vinnu fjarvinnustarfsmanna.

Atvinnurekandi ber ábyrgð á heilbrigði og öryggi fjarvinnustarfsmanns vegna vinnunnar í samræmi við löggjöf og kjarasamninga. Slys sem verður á vinnutíma í fjarvinnu og á ekki að rekja til sakar atvinnurekanda þarf ekki að tengjast framkvæmd vinnunnar eða vera af völdum hennar. Þegar um er að ræða slík slys þá er réttur viðkomandi í megin atriðum sá sami um tilgreint er í 4-6. gr. laga nr. 19/1979. Slysarétturinn er því virkur vegna starfsmanna í fjarvinnu.

Heimildir sóttar af vinnuréttarvef ASÍ.

 

 

 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag