Starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum boðar hertar aðgerðir

Síðastliðið vor fjallaði Starfsgreinasambandið um mótmælaaðgerðir sem starfsfólks skyndibitastaða víðs vegar um heiminn efndu til, en þá mótmæltu þúsundir í um 150 borgum og kröfðust hærri launa og bættra starfsskilyrða. Voru þau mótmæli þau stærstu sinnar tegundar frá upphafi. Starfsfólk skyndibitakeðja í Banadaríkjunum hyggst nú ganga lengra í mótmælum sínum en áður og hvetja jafnvel til borgaralegrar óhlýðni í mótmælum og verkfallsaðgerðum sem boðaðar hafa verið næstkomandi fimmtudag. Fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsmönnum og stéttarfélögum hyggjast sýna aðgerðunum stuðning og mótmæla með starfsfólkinu.

Starfsfólk skyndibitastaða hefur lengi búið við bág launakjör og erfiðar vinnuaðstæður en þeirra aðalkrafa er sú að tímakaup á skyndibitastöðum í Bandaríkjunumverði 15 dollarar, eða jafnvirði rúmlega 1.700 króna. Hingað til hafa atvinnurekendur ekki viljað koma til móts við kröfur starfsmannanna og sagt kröfuna vera óraunhæfa.

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA