Starfsmenn skyndibitastaða efna til mótmæla um allan heim

Starfsmenn skyndibitastaða víðsvegar um heiminn hafa lengi búið við bág launakjör og erfiðar vinnuaðstæður og víða er raunin sú að starfsmenn skyndibitastaða geta ekki lifað af launum sínum til að framfæra fjölskyldum sínum nema með annari vinnu eða mikilli yfirvinnu. Þar fyrir utan einkennist þessi starfsstétt af fáum risavöxnum keðjum sem skila gríðarlegum hagnaði - hagnaði sem skilar sér ekki til starfsmanna keðjanna. Nú hafa starfsmenn skyndibitastaða víðsvegar um heim tekið höndum saman í báráttunni fyrir bættum kjörum og hefur verið efnt til mótmælaaðgerða í dag, 15.  maí,  til að krefjast krefjast hærri launa og bættra starfsskilyrða. Samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna taka starfsmenn skyndibitakeðja á borð við McDonalds, Burger King og KFC  þátt í aðgerðunum -  í alls sex heimsálfum. Þá verða verkföll í 150 borgum í Bandaríkjunum og skipulögð mótmæli verða haldin í a.m.k. 33 löndum. Aðalkrafa starfsmanna skyndibitastaða í Bandaríkjunum er sú að tímakaup verði 15 dollarar eða jafnvirði tæplega 1.700 króna. Þess má geta að mótmælin eru þau stærstu sinnar tegundar frá upphafi.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag