Stöndum með félögum okkar í Finnlandi!

Norræn samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu (NU-HRCT) krefjast þess að finnska ríkisstjórnin láti af áformum um lagabreytingar sem ætlað er að veikja rétt launafólks í uppsögnum. Framkvæmdastjórn samtakanna lýsir yfir fullum stuðningi við félaga í Finnlandi í þeim verkfallsaðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Markmið aðgerðanna er að þrýsta á ríkisstjórn Juha Sipilä að hætta við áform sem dregur úr uppsagnarvernd hjá fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn. Réttindi starfsfólks við uppsagnir er grundvallarréttur og skal vera samræmdur óháð stærð fyrirtækis. Vinnandi fólk í Finnlandi hefur fært fjölmargar fórnir síðustu ár og ríkisstjórnin hefur gert fjölda breytinga á vinnulöggjöfinni sem dregur úr réttindum launafólks. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Juha Sipilä láti af stöðugum árásum á vinnandi fólk og leyfi aðilum vinnumarkaðarins að semja um réttindi og skyldur án truflunar. Við stöndum með félögum okkar í Finnlandi!
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA