Þekkir þú rétt þinn?

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands fyrir átaki undir yfirskriftinni „Þekkir þú þinn rétt?“. Tilgangurinn með átakinu er að vekja unga einstaklinga, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í sumar, til umhugsunar um réttindi sín á vinnumarkaði, en því miður er raunin oft sú að unga fólkið er illa að sér um réttindi sín og skyldur. Stéttarfélög um allt land hafa orðið vör við að ungt fólk sé látið vinna svokallaða „prufudaga“ án launa, þá er jafnaðarkaup ennþá töluvert algengt og sömuleiðis gerviverktaka. Nauðsynlegt er að fólk þekki rétt sinn og skyldur varðandi vinnutíma og að ekki er hægt að kalla til fólk á vaktir og senda það heim fyrirvaralaust án launa eins og vill brenna við. Þetta eru nokkur dæmi um það sem Starfsgreinasambandið telur tilefni til að minna ungt fólk á að varast þegar það stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Í viðhengjum er að finna grunnupplýsingar um það sem ungt fólk þarf að vita þegar það tekur í fyrsta sinn þátt á vinnumarkaðnum. Nánari upplýsingar veitir Drífa Snædal framkvæmdstjóri SGS í síma 695 1757. Fésbókarsíðan "Vinnan mín" external link icon Þekkir þú rétt þinn - einblöðungurÞekkir þú rétt þinn (2) Þekkir þú rétt þinn (1) Þekkir þú rétt þinn (7) Þekkir þú rétt þinn (6) Þekkir þú rétt þinn (4) Þekkir þú rétt þinn (3)Þekkir þú rétt þinn (5)[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag