Þing alþjóðasamtaka verkafólks í matvæla- og ferðaþjónustugreinum

 26. þing IUF, alþjóðasamtaka verkafólks í matvæla- og ferðaþjónustugreinum verkalýðsfélaga, verður sett á morgun í Genf í Sviss. Þingið stendur yfir í þrjá daga og er yfirskrift þess ,,Organize, Fight and Win!”. Drög að dagskrá þingsins má nálgast hér. Helstu stefnumál á dagskrá þingsins eru innri skipulagsmál, matur og sjálfbærni í alþjóða samhengi, baráttan gegn hættulegum störfum, og hvernig hægt er að beita stjórnmálum til að bæta kjör verkafólks. Starfsgreinasamband Íslands ákvað að þessu sinni að senda ekki fulltrúa á þingið í ljósi þeirra skipulags- og áherslubreytinga sem unnið hefur verið að síðustu mánuðina. Á vefsíðu IUF og sérstakri síðu þingsins má finna frekari upplýsingar: Vefsíða IUF
  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins