Þing SGS sett - ræða formanns

Komandi kjarasamningar voru Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins hugleiknir í setningarræðu hans á 4. þingi SGS sem hófst í dag á Akureyri. Í ræðu sinni sagði hann m.a. " Samstaða og samvinna er einnig hornsteinn Starfsgreinasambandsins, sem er og á að vera, vettvangur sameiginlegrar kjarabaráttu, samtök með meira afli en einstök félög geta haft, til að mynda þann slagkraft sem nauðsynlegur er í baráttu við atvinnurekendur og ríkisvald. " Í ljósi þess að aðildarfélög SGS eru í miðri samningagerð verða næstu tveir dagar verða nýttir til þróa stefnu og markmið sambandsins í kjaramálum verkafólks á komandi misserum en ekki síður til að tryggja aukin samtakamátt. Áherslur aðildarfélaga Starfsgreinasambandins eru á hækkun lægstu launa sem er áhrifríkasta leiðin til að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Aðrir þættir á borð við uppbyggingu félagslegsíbúðakerfis verða einnig ofarlega á baugi í kjaraviðræmum en Björn sagði verkalýðshreyfinguna tilbúna „í samráð og samstarf við stjórnvöld um húsnæðiskaupa- og leigukerfi á félagslegum grunni enda er þetta einn stærsti útgjaldaliður heimilanna og skiptir miklu fyrir lífsgæði og lífskjör hvernig staðið er að húsnæðismálum.“ Að lokum lokum var Birni tíðrætt um nýframlagt fjárlagafrumvarp sem hann sagði meingallað og til að hægt væri að ljúka kjarasamningum þyrfti að fara í töluverðar breytingar á því og hvatti hann stjórnvöld til samráðs við aðila vinnumarkaðarins svo hægt væri að skapa víðtæka sátt um það.  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag