Tilkynning varðandi eingreiðslu

Vegna fjölda fyrirspurna varðandi 50.000kr eingreiðslu sem samið var um í kjarasamningum SGS og SA og greiða á út í júní, ber að hafa þetta á hreinu:

 Eingreiðslan er 50.000kr en ofan á hana skal reiknað orlof á miðað við orlofsprósentu hvers einstaklings.

Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl og voru enn í starfi 5.maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við störf í apríl og maí.

  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA