Tilkynning - Vísun kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara

 

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga, mótmælir harðlega þeirri stefnu sveitarfélaganna að draga til baka þær leiðréttingar sem starfsmenn þeirra  innan SGS, hafa fengið á undanförnum árum.

Tillaga SNS er í algjörri andstöðu við þá launastefnu sem mörkuð hefur verið á vinnumarkaðnum á liðnum vetri. Samningar hafa nú verið lausir í sex mánuði, en  um þrjár vikur eru síðan SNS lagði fram tilboð sitt um launahækkanir.

Frá upphafi hefur samninganefnd SGS sagt að aðferðafræði SNS gengi ekki upp og vísað í þá samninga sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert við sambærilega hópa. Samninganefnd SGS telur að ekki verði hjá því komist að vísa kjaradeilu sambandsins við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara og freista þess í framhaldinu að ná fram ásættanlegri niðurstöðu.

Flóabandalagið- Efling stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa einnig vísað sinni kjaradeilu við Samninganefnd Sveitarfélaganna til ríkissáttasemjara.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag