Ungt fólk á vinnumarkaði

Svíar fara nú með formennsku í ráðherranefnd Norðurlandaráðs og hafa lagt áherslu á norræn verkefni tengd vinnumarkaðnum auk umhverfismála. Hluti af því er fræðsla á vinnustöðum og að vinna gegn atvinnuleysi ungs fólks. Á fimmtudaginn verður kynnt skýrsla um stöðu ungs fólks á vinnumarkaðnum á Norðurlöndum en víða er atvinnuleysi í þessum hópi verulegt áhyggjuefni. Það er forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt sem boðar ráðherra Norðurlandanna, sérfræðinga á sviði vinnumarkaðsmála og fulltrúa úr verkalýðshreyfingunni á ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem fjallað verður um atvinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk í kjölfar skýrslunnar. Fundinum verður sjónvarpað beint á vef sænsku ríkisstjórnarinnar:http://www.regeringen.se/. Þess má geta að Íslendingar munu taka við formennsku í ráðherranefndinni á næsta ári og verður unnið rannsóknarverkefni um kyngreindan vinnumarkað af því tilefni.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA