Vel heppnaðir viðburðir á Fundi fólksins

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur fólksins fór fram í Norræna húsinu og næsta nágrenni um síðastliðna helgi. Það má með sanni segja að hátíðin hafi tekist vel, enda fjölmargir áhugaverðir viðburðir í boði auk þess sem veðrið lék við hátíðargesti. Stríður straumur fólks var á hátíðina báða dagana og góð þátttaka í mörgum viðburðum. Þá gerðu fjölmiðlar hátíðinni góð skil og streymdu RÚV og Vísir t.a.m. beint frá hátíðinni á sínum vefum. Ljóst er að hátíðin er komin til að vera hér á landi og á hún eflaust eftir að vaxa og dafna á komandi árum. Starfsgreinasambandið og Alþýðusambandið stóðu sameiginlega að tveimur viðburðum. Á föstudeginum fengu gestir tækifæri til að láta ljós sitt skína á sviði almennrar þekkingar og verkalýðsmála, en þá stóð SGS og ASÍ fyrir pub quizi með verkalýðsívafi undir stjórn Veru Illugadóttur. Pub quizið var vel sótt og stemmingin einkar góð meðal þátttakenda. Það voru þær Rósa Björk og Silja Bára sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi keppni og hlutu þær veglega vinninga að launum. Á laugardeginum skemmti tvíeykið Hundur í óskilum svo gestum með verkalýðskabarett þar sem þeir félagar stikluðu á kostulegan hátt á atburðum í 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðunum. [gallery ids="63340,63344,63343,63338,63358,63336,63335"]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag