Vel heppnuðum fræðsludögum lokið

Fyrr í dag lauk vel heppnuðum fræðsludögum sem Starfsgreinasambandið stóð fyrir. Viðburðinn sótti starfsfólk sem starfar á skrifstofum aðildarfélaga SGS, en alls mættu 22 fulltrúar frá 10 félögum. Dagskráin hófst um hádegisbil í gær með gagnlegu námskeiði frá Þekkingarmiðlun. Á námskeiðinu, sem bar fyrirsögnina "Að eiga við pirring og óánægju", fór leiðbeinandinn Eyþór Eðvarðsson yfir ýmis erfið mál og aðstæður sem geta komið upp í daglegu starfi stéttarfélaganna. Dagskráin hélt svo áfram í morgun með erindum frá Vinnueftirlitinu um Vinnuvernd og líkamsbeitingu og afar fróðlegu erindi sagnfræðingsins Magnús Sveins Helgasonar, en í erindi sínu fjallaði Magnús um sögu verkalýðsbaráttunnar og annarra fjöldahreyfinga. Tímanum eftir það var svo að mestu varið í að kynna nýjan innri vef Starfsgreinasambandsins og sem og kynna starfsemi og verkefni SGS fyrir gestum.https://www.sgs.is/wp-includes/js/tinymce/plugins/wordpress/img/trans.gif Starfsgreinasambandið stefnir á að halda álíka viðburð næsta haust fyrir þá sem ekki komust í þetta skiptið, en nokkrir einstaklingar sem boðað höfðu komu sína komust ekki í þetta skiptið vegna ófærðar. Sambandið áætlar jafnframt að gera fræðsludaga sem þessa að árlegum viðburði, enda ríkti mikil lukka meðal gesta með hvernig til tókst.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag