Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára - afmælisráðstefna

Þann 25. október næstkomandi verða liðin 100 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Í tilefni af 100 ára afmælinu standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Þar verður sjónum beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag. Boðið verður upp á áhugaverð erindi og pallborðsumræður þar sem m.a. forystukonur Verkakvennafélagsins Framsóknar líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist í baráttunni um bætt kjör verkakvenna. Dagskrá verður send út síðar, allir eru velkomnir að taka þátt og halda upp á þennan merka atburð í baráttusögu íslenskra kvenna. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað í Reykjavík 25. október 1914 og starfaði óslitið til ársins 1998 þegar að það sameinaðist Verkamannafélaginu Dagsbrún. Verkakvennafélagið Framsókn var fyrsta verkakvennafélagið sem stofnað var hér á landi en það barðist aðallega fyrir réttindum kvenna sem störfuðu við fiskvinnslu og ræstingar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag