Verum á verði gagnvart verðhækkunum

Í kjarasamningunum sem undirritaðir voru 21. desember sl. sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Um þessar áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra. Að undanförnu hafa hins vegar nokkur fyrirtæki boðað verðhækkanir á sínum vörum og hefur ASÍ brugðist við með því að senda viðkomandi fyrirtækjum bréf með áskorun um að draga hækkanirnar til baka. Í bréfinu sem send eru fyrirtækjunum er þeim gefin nokkra daga frestur til að draga hækkanirnar til baka annars verði nöfn þeirra birt með áberandi hætti, neytendum til upplýsingar. Nú þegar hafa nokkur fyrirtækjanna brugðist við með því að lýsa því yfir að þau muni draga hækkanir sínar til baka auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa tilkynnt um að þau muni ekki hækka verð þ.m.t. Góa, Matfugl, Flúðasveppir. Hagkaup og Bónus hafa auk þess gefið út yfirlýsingu um að þau muni lækka verð á fjölmörgum vörum í verslunum sínum. ASÍ mun halda áfram að senda bréf til þeirra fyrirtækja sem það fær ábendingar um að hafi eða ætli að hækka verð hjá sér. Þeir sem ekki bregðast við áskorun okkar lenda á svörtum lista sem sambandið birtir eftir helgi. Í dag, föstudag, verður opnuð undirsíða á – vertuaverdi.is undir yfirskriftinni – Við hækkum ekki - þar sem fyrirtæki geta sent inn yfirlýsingu og nöfn þeirra munu í framhaldinu birtast á lista á síðunni. Starfsgreinasambandið hvetur almenning til að standa saman og vera vakandi gagnvart verðhækknunum með því að senda inn ábendingar á vertuaverdi.is.
Við hækkum ekki - logo[hr toTop="false" /]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA