Vignir Smári Maríasson nýr formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga

Á aðalfundi Verkalýðsfélags Snæfellinga sem haldinn var 15. apríl síðastliðinn tók Vignir Smári Maríasson við starfi formanns félagsins af Sigurði A. Guðmundssyni. Vignir er fæddur og uppalinn á Felli í Árneshreppi, bjó í Grindavík um árabil en síðastliðinn 28 ár hefur hann verið búsettur í Grundarfirði ásamt konu sinni 0g börnum. Vignir vann ýmis verkamannastörf á sínum yngri árum, var til sjós í nokkur ár en undanfarin ár hefur hann starfað sem verkamaður, vélamaður og bílstjóri. Aðspurður hvernig hafi komið til þess að hann tæki við formennsku í félaginu segir hann aðdragandann hafa verið fremur stuttan. "Mér var bent á í haust að Sigurður væri að hætta og sá ég þetta sem kjörið tækifæri fyrir mig til að vinna í verkalýðsmálum í stað þess að tala bara um hlutina í kaffipásum." Starfsgreinasambandið býður Vigni velkominn í formannahóp sambandsins og þakkar um leið Sigurði, fráfarandi formanni, fyrir samstarfið í gegnum árin. [caption id="attachment_333009" align="alignleft" width="225"] Vignir Smári Maríasson[/caption]                  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag