„Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“

Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum, fyrir herferð þar sem kastljósinu er beint að kynferðislegri áreitni innan hótel- og veitingageirans. Rannsóknir hafa sýnt  að kynferðisleg áreitni er sorglega algeng innan þessa geira. Það er ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola - áreitni og annað ofbeldi er ALDREI í lagi. Nú fer tími árlegra jólahlaðborða að bresta á, með góðum mat og væntingum um frí og náðuga tíma. Fyrir marga er þetta einn af hápunktum ársins, en fyrir aðra er um að ræða einn erfiðasta atburð ársins. Fjöldi vitnisburða félaga okkar staðfesta þetta.
„Ég veit ekkert verra en að vinna við veitingastörf á jólahlaðborðstímum. Þegar ég var 17 ára reyndi gamall kall að toga í mig og láta mig sitja í kjöltu sinni og sagði „Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“.   „Það var þröngt á milli borðanna og ég átti að fara að taka dúka af þeim beint fyrir aftan tvo karla. Þá tekur annar þeirra í rassinn á mér...“   „Þegar yfirþjónninn gekk fram hjá tók hann um mjaðmirnar á mér og þrýsti mér upp að klofinu á sér.“
Um helmingur alls þjónustustarfsfólks á Norðurlöndum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni viðskiptavina. Mikil áfengisneysla í kringum jólin bætir hvorki ástandið fyrir starfsmenn, starfsfélaga né gesti. Það hefur í för með sér tvöfalda áhættu að vera starfsmaður veitingastaðar. Sumpart vegna þess að sumir gestanna lifa í þeirri trú að káf og klámtal séu hluti af þeirri þjónustu sem þeir greiða fyrir, en einnig vegna þess að þau sem verða verst úti vegna kynferðislegrar áreitni eru ungar konur sem búa við lélegt starfsöryggi. Tilfinningin að standa höllum fæti í starfi gerir það ekki auðveldara að takast á við vandann gagnvart mönnum í hærri stöðu. Viðbrögð eins og „Þetta var nú varla svo alvarlegt“ eða „Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér“, skapar vinnumenningu sem leiðir til þöggunar þar sem kynferðisleg áreitni er þögguð niður og er fyrirbæri sem ætlast er til að fólk láti yfir sig ganga. Aðgengi að starfsfólki breytist í hluta af þjónustunni við viðskiptavinina. Í augum margra byggja jólahlaðborðin á gamalli hefð sem ánægjuleg samverustund og tækifæri til að neyta meira áfengi en endranær. Áfengi getur vissulega aukið stemninguna en  áfengisneysla getur hins vegar einnig skapað andrúmsloft fyrir tvírætt orðfar, ósmekklegt grín og snertingu á óviðeigandi stöðum. Sjáum til þess að jólahlaðborðin verði ánægjuleg stund fyrir alla. Starfsfólk veitingastaða er #notonthemenu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag