11. mars 2016
Bann við núlltímasamningum
Barátta launafólks er erfið í mörgum löndum og víða þar sem vinnulöggjöf og verkalýðshreyfing er veik hefur öryggisleysi á vinnumarkaði aukist. Eitt helst áhyggjuefni í Evrópu og víða er staða ungs fólks sem fær einungis tímabundnar ráðningar, er íhlaupafólk og jafnvel með svokallaða núlltímasamninga, þar sem starfshlutfallið er sveigjanlegt eftir því hvaða vinna býðst þennan og þennan daginn. Þet…
10. mars 2016
ASÍ 100 ára
Verkalýðshreyfingin er ein öflugasta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, margir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hennar er í sögu þjóðarinnar síðustu 100 árin. Þess vegna er mikilvægt að rifja upp söguna og vekja athygli á framlagi verkalýðshreyfingarinnar til mótunar íslensk…
8. mars 2016
Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Að bæklingnum standa ASÍ, …!--more-->
3. mars 2016
Fékkst þú launahækkun um síðustu mánaðarmót?
Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ við SA frá 21. janúar 2016 var samþykktur þann 24. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt nýjum samningi kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði, í stað 5,5% launaþróunartryggingar. Launahækkunin gildir frá 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016, sem þýðir að leiðrétta þarf laun fólks aftur í tímann.
Starfsgreinasambandið vill í ljósi þessa minna f…
1. mars 2016
Ný og breytt námsskrá fyrir fiskvinnslufólk
Eftir langt og strangt vinnuferli staðfesti Menntamálastofnun nýverið nýja og breytta námsskrá vegna grunnnámskeiða fiskvinnslufólks, en námskráin var þróuð af Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Nýja námsskráin hefur í för með sér talsverðar breytingar. Meðal þeirra má nefna að bóklega kennslan verður samtals 48 klukkustundir (var áður 40 klst á grunnnámskeiðum o…