28. október 2015
Samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga í höfn
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í gær undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni  átökum.…
28. október 2015
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið lýkur á morgun
Vert er að minna á að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við ríkið lýkur á miðnætti á morgun, fimmtudaginn 29. október. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan er með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu síns stéttarfélags. Til að greiða at…
23. október 2015
Launavísitalan hefur hækkað um 8,2% sl. 12 mánuði
Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan í september 2015 um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,2%. Þá hækkaði kaupmáttur launa um 1,6% frá fyrri mánuði og hefur vísitala kaupmáttar launa því hækkað um 6,2% síðustu tólf mánuði. Nánar á vef Hagstofunnar. Um launa- og kaupmáttarvísitölu Launavísitala er verðvísitala sem byggir á gögnum ú…
22. október 2015
Atvinnuleysi mældist 3,8% í september
Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.400 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í september 2015, sem jafngildir 81,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.300 starfandi og 7.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir september 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttak…
19. október 2015
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við ríkið  hefst kl. 09:00 miðvikudaginn 21. október og stendur til miðnættis fimmtudaginn 29. október nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Til…