3. júní 2016
Ályktanir frá formannafundi SGS
Tveggja daga útvíkkuðum formannafundi SGS lauk á hádegi í dag, en fundurinn var haldinn í Grindavík. Fundurinn ályktaði um þrjú mál; um keðjuábyrgð og hrakvinnu, um ungt fólk innan SGS og um samningsrétt. Ályktanirnar í heild má lesa hér að neðan. Ályktun um keðjuábyrgð og hrakvinnu Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar breytingum Reykjav…
1. júní 2016
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga og ríkisins
Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta fyrir þá sem starfa hjá sveitarfélögum og ríkinu. Gildistími kauptaxtanna er frá 1. júní 2016 til 31. maí 2017. -Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá ríkinu -Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum
31. maí 2016
Vinna barna og unglinga
Í gær sendi Vinnueftirlitið bréf til stéttarfélaga, fyrirtækja, stofnana og annarra sem málið varðar þar sem fjallað er um vinnu barna og unglinga. Í skrá Vinnueftirlitsins fyrir árin 2010-2015 kemur fram að vinnuslys meðal ungs fólks eru algeng en á þessu tímabili voru 420 vinnuslys tilkynnt hjá 18 ára og yngri.  Vinnueftirlitið vill því vekja athygli á reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og un…
31. maí 2016
Formenn funda í Grindavík
Dagana 2. og 3. júní heldur Starfsgreinasambandið útvíkkaðan formannafund sinn og verður hann að þessu sinni haldinn í húsakynnum Verkalýðsfélagsins í Grindavík, Víkurbraut 46. Til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Fundurinn hefst á hádegisverði formanna og ungliða aðildarfélaga SGS, en í framhaldinu munu fulltrúar ungliða gera grein…
30. maí 2016
Ungliðar hittast í Grindavík
Dagana 1.-2. júní næstkomandi mun rúmlega 20 manna hópur ungs fólks frá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hittast á tveggja daga fundi í húsakynnum Verkalýðsfélagsins í Grindavík. Er þetta í fyrsta skipti sem sambandið stefnir ungliðum félaganna saman á þennan hátt, en markmiðið með fundarhöldunum er m.a. að vekja áhuga ungs fólks á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og um leið hvetja þau til…