28. apríl 2015
Baráttudagur verklýðsins haldinn hátíðlegur um land allt
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Einkunnarorð 1. maí í ár eru Jöfnuður býr til betra samfélag. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig í stafrófsröð. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi…
28. apríl 2015
Skipulag aðgerða SGS - dagsetningar
Eins og flestum er kunnungt munu 16 félög Starfsgreinasambandsins hefja verkallsaðgerðir á hádegi næstkomandi fimmtudag, en þá munu um 10.000 manns leggja niður störf víðs vegar um landið. Starfsgreinasambandinu hefur borist þó nokkuð af fyrirspurnum um skipulag aðgerðanna, þ.e. dagsetningar verkfallsins, en skipulagið er eftirfarandi:  30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á h…
27. apríl 2015
Verkfall hefst á fimmtudag
Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins samþykktu með afgerandi hætti að fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum sínum og þrýsta á um gerð nýrra kjarasamninga. Þegar þetta er ritað á mánudagi 27. apríl lítur út fyrir að verkfall bresti á enda eru engar viðræður í gangi að heitið geti. Samtök atvinnulífsins hafa ekki sýnt neina tilburði til að koma til móts við kröfur SGS, þvert á mó…
21. apríl 2015
95% samþykkja verkfall
Verkfallsaðgerðir rúmlega 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefjast í næstu viku. Félagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti í gær. Kjörsókn var 50,4% en þátttaka í kosningunni jókst eftir því sem leið á vikuna samfara mikilli umfjöllun og umræðu sem varð um kjaramál síðustu…
20. apríl 2015
Kosningu lýkur í kvöld
Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Starfsgreinasambandið hvetur alla sem eiga eftir að g…