18. nóvember 2013
NU-HRCT auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Samband norrænna stéttarfélaga starfsmanna í hótel-  veitinga-, og ferðaþjónustugreinum (NU HRCT), auglýsir eftir framkvæmdastjóra til að stýra skrifstofu samtakanna í samvinnu við kjörna stjórn. Skrifstofan er í aðalstöðvum landssambands 3F í Kaupmannahöfn.  Starfið felur í sér m.a.:
  • Undirbúning og boðun stjórnarfunda.
  • Ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar. Skipulagning og framkvæmd norrænna ráðst…
12. nóvember 2013
Af kjaramálum
Starfsgreinasamband Íslands lagði fram kröfur sínar um síðustu mánaðarmót og byggðust þær á kröfugerðum frá aðildarfélögunum og niðurstöðu samninganefndarinnar. Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra aðildarfélaga SGS sem veitt hafa umboð, þ.e. félög utan höfuðborgarsvæðisins. SGS hefur alltaf talað fyrir því að ef launafólk á að sýna varkárni í samningum og freista þess að halda niðri verðbó…
7. nóvember 2013
Vertu á verði
Í febrúar sl. hleypti ASÍ og aðildarfélög þess af stað herferð gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar og er liður í eftirfylgni með samkomulags ASÍ og SA við framlengingu kjarasamninga í upphafi árs. Hugmyndin er fyrst og fremst að vekja fólk til meðvitundar um verðlagsmál…
4. nóvember 2013
Starfsgreinasamband Íslands leggur fram launakröfur

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) lagði í dag fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga til Samtaka atvinnulífsins. SGS hefur umboð 16 aðildarfélaga sinna til að ganga til samninga fyrir þeirra hönd og hefur þar með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir almennt og sérhæft verakfólk á öllu landinu að undanskildum þeim félögum sem eru innan vébanda Flóabandalagsins. Í kröfugerð SGS er lögð áhersla…

31. október 2013
Krafan er hækkun lægstu launa
Á þingi Starfsgreinasambands Íslands í síðustu viku kom fram skýr krafa um hækkun lægstu launa. Ljóst er að hækkun lægstu launa hefur borið góðan árangur í undangengnum kjarasamningum. Það hefur orðið til þess að minnka bilið milli þeirra launahæstu og launalægstu. Þar að auki eru að stórum hluta til konur sem sinna lægst launuðu störfunum og því verður það til að minnka launamun kynjanna að hækka…