27. mars 2020
Kjarasamningum og réttindum launafólks má ekki víkja til hliðar
Til stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins um land allt  berast nú mikið af fyrirspurnum og athugasemdum vegna uppsagna, fyrirvaralausra breytinga á vaktafyrirkomulagi og fjölmargra annara atriða sem snúa að vinnufyrirkomulagi og réttindum fólks samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.
27. mars 2020
Samningur 18 aðildarfélaga SGS við ríkið samþykktur
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.
23. mars 2020
Tímabundin lokun skrifstofu SGS
Aðstæður í samfélaginu þessa dagana hafa áhrif á starfsemi Starfsgreinasambandsins sem og annarra. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skrifstofu sambandsins í Guðrúnartúni öðrum en starfsfólki á meðan á samkomubanni stendur.
19. mars 2020
Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning SGS og ríkisins
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst í dag kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 26. mars.
17. mars 2020
Laun í sóttkví - aðgerð til að hægja á útbreiðslu COVID-19
Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til meðferðar.