30. júlí 2018
Útgáfa SGS
Eitt af verkefnum Starfsgreinasambandsins er að veita sambandsfélögum og trúnaðarmönnum þeirra hverskonar upplýsingar, sem megi verða þeim til gagns eða leiðbeiningar í starfi. Í því felst m.a. útgáfa og dreifing á kjarasamningum, bæklingum o.fl. Meðal þess efnis sem SGS hefur gefið út á undanförnum árum má nefna einblöðung um kynferðislega áreitni, handbók um mansal á vinnumarkaði og fjölbreytt k…
11. júlí 2018
Hvatt til sniðgöngu gagnvart Amazon
Fyrirtækið Amazon, sem er stórtækt á netmarkaðnum, hefur lengi verið alræmt fyrir lélegan aðbúnað og kjör starfsfólks. Amazon er í raun orðið táknmynd fyrir umhverfi þar sem starfsfólk er rekið miskunnarlaust áfram, komið í veg fyrir að gerðir séu kjarasamningar og að fólk geti skipulagt sig í stéttarfélög. Að auki fara öll samskipti við viðskiptavini fram um netið og því sjá viðskiptavinir aldrei…
5. júlí 2018
Tímamótadómur í Félagsdómi
Í gær, 4. júlí, var kveðinn upp dómur í Félagsdómi sem varðar félagsmann Einingar-Iðju, sem er eitt af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Um tímamótadóm er að ræða sem víst er að hafa mun mikið fordæmisgildi. Málið snerist um trúnaðarmann Einingar-Iðju sem starfar í vaktavinnu. Viðkomandi trúnaðarmaður sótti trúnaðarmannanámskeið á árinu 2017 en námskeiðið stóð í 3 daga, frá kl. 9 til 16. Þa…
3. júlí 2018
Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar
Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda. Atvinnurekendi greiðir hækkað mótframlag til þess lífeyrissjóðs sem skyl…
28. júní 2018
3,9% atvinnuleysi í maí
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 209.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í maí 2018, sem jafngildir 83,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 201.100 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,1% en hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,9%. Samanburður mælinga fyrir maí 2017 og 2018 sýnir að vinnua…