17. maí 2017
Nýr stofnanasamningur við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins hafa undirritað nýjan stofnanasamning við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun. Samningurinn hafði ekki verið endurnýjaður síðan árið 2010 og því var sannanlega kominn tími til. Með þessum samningi er sjónum beint að sívaxandi fjölda starfsfólks sem vinnur allt árið, enda er landvarsla og þjónusta við ferðafólk ekki einungis bundið sumarvertíðinni lengur. Samni…!--more-->
10. maí 2017
Fræðsludagar á Hellu
Dagana 8. og 9. maí stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fólk kom saman á Hotel Stracta á Hellu og var mætingin með besta móti, en alls mættu 27 fróðleiksfúsir fulltrúar frá alls 15 félögum.
Dagskráin var fjölbreytt og sett saman samkvæmt óskum þátttakenda. Meðal dagskrárliða fyrri daginn voru erindi og umræður um uppbyggingu trúnaðarmannakerf…
9. maí 2017
Úttekt á öryggi vegavinnufólks
Starfsmenn Vegagerðarinnar fara ekki varhluta af vaxandi umferðaþunga á þjóðvegum landsins og hafa lýst áhyggjum af öryggi sínu við störf. Áhyggjur starfsmanna snúa að hávaðamengun, loftmengun og hreinlega að fólk virði ekki merkingar þegar fólk er við störf á vegum og hægi ekki á sér. Þetta setur starfsmenn við vinnu á vegum í mikla hættu. Starfsgreinasambandið sá ástæðu til þess í samráði við st…
2. maí 2017
Nýir kauptaxtar komnir á vefinn
Nýir kauptaxta fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA eru komnir á vefinn og má nálgast hér. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. maí 2017 til 30. apríl 2018. Samkvæmt töxtunum hækka launataxtar um 4,5% sem og laun og launatengdir liðir. Nýir kauptaxtar um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum eru nú einnig aðgengilegir á vefnum og má finna hé…
1. maí 2017
Ræða framkvæmdastjóra SGS 1. maí
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, flytur barátturæðu á 1. maí-hátíðarhöldum Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum í dag. Ræðuna í heild sinni má lesa hér að neðan.
...................
Kæru félagar, til hamingju með daginn.
Það er mér einstök ánægja að koma hingað á þessum degi. Kynni mín af verkalýðsmálum hér eru á þann veg að ég veit að blóðið rennur vel í æðum verkafól…