13. október 2025
Stefnan skýr til næstu tveggja ára
Á 10. þingi Starfsgreinasambandsins sem lauk á dögunum voru samþykktar sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi.
10. október 2025
10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið
10. þingi Starfsgreinasambandsins lauk í dag. Samþykktar voru sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.
9. október 2025
Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
Vegna þings Starfsgreinasambandsins sem fer nú fram á Akureyri vill starfsfólk SGS koma því á framfæri að skrifstofan verður lokuð fram yfir helgi. Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.
8. október 2025
10. þing SGS sett - ræða formanns
Tíunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í Hofi á Akureyri fyrr í dag. Þing SGS hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og eru þar lagðar línur í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar.
3. október 2025
Kópavogsmódelið fær falleinkun
Leikskólamál hafa lengi verið í brennidepli hjá aðildarfélögum SGS. Til dæmis varaði formannafundur SGS í desember síðastliðnum við þeirri þróun sem hefur orðið í leikskólamálum víða um land þar sem daglegur vistunartími er styttur í 6 klukkustundir en gjald umfram þann tíma hækkað verulega, eða Kópavogsmódelið svokallaða.