2. mars 2017
Kjarabætur árið 2017
Nú er ljóst að kjarasamningum verður ekki sagt upp á þessu ári og því koma til framkvæmda þær launahækkanir sem samið var um í samningunum árið 2015. Starfsgreinasamband Íslands hefur útbúið einfalt kynningarefni um fyrirhugaðar hækkanir á almenna markaðnum og hinum opinbera. Þar er greint frá launahækkunum, hækkunum á orlofs- og desemberuppbótum, hækkunum á mótframlagi í lífeyrissjóði og hækkunum…
28. febrúar 2017
Kjarasamningum verður ekki sagt upp - breytt ákvæði í samningum
Í ákvæðum kjarasamninga á almenna markaðnum eru ákvæði sem heimila uppsögn kjarasamninga í febrúar ef forsendur þeirra hafa ekki staðist. Lagt var upp með þrjár forsendur:
  1. Ríkisstjórnin tryggi fjármögnun á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum 2016-2019.
  2. Launastefna og launahækkanir samninganna verði stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.
  3. Kaupmáttur launa…
21. febrúar 2017
Atvinnuleysisbætur: Áríðandi tilkynning!
Áríðandi tilkynning til þeirra sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannaverkfalli! Sjómannaverkfallinu er nú lokið góðu heilli. Vinnumálastofnun vill minna starfsfólk fiskvinnslustöðva sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur vegna rekstrarstöðvunar í sjómannverkfallin á að afskrá sig af atvinnuleysisbótum um leið og vinna hefst. Afskráning er afar mikilv…
15. febrúar 2017
Yfirlýsing SGS og Bændasamtakanna vegna sjálfboðaliða
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa undirritað yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða en í yfirlýsingunni kemur fram sameiginlegur skilningur um sjálfboðaliða og sjálfboðastörf. SGS og BÍ eru með gildandi kjarasamning um störf fólks í landbúnaði og ber að greiða lágmarksendurgjald fyrir vinnu eftir honum. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það er sameiginlegt viðfangse…
15. febrúar 2017
Nýr kjarasamningur í Danmörku
Kjarasamningar í Danmörku renna út 1. mars næstkomandi og samkvæmt skipulagi þá er skrifað undir nýja samninga áður en þeir renna út. Alls eru um 600 samningar lausir á næstunni og ganga framleiðslugreinarnar fyrstar að samningaborðinu. Þær undirrituðu þriggja ára samning þann 12. febrúar síðastliðinn og setur sá samningur viðmið fyrir alla hina samningana. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins heimsó…