3. október 2025
10. þing SGS
10. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi í Hofi, Akureyri. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins.
18. september 2025
Nýr verkefnastjóri SGS
Arinbjörn Rögnvaldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og hefur þegar hafið störf.
Arinbjörn mun annast ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélög SGS á sviði kjara-, vinnumarkaðs- og starfsmenntamála og sinna margvíslegum verkefnum fyrir sambandið.
9. september 2025
Ályktun formannafundar SGS
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands fordæmir harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Með þessari ákvörðun er brotið gegn samkomulagi sem gert var við verkalýðshreyfinguna árið 2005 og átti að tryggja að réttindaávinnsla væri jöfn milli sjóða.
21. ágúst 2025
SGS óskar eftir verkefnastjóra
Erum við að leita að þér? Starfsgreinasamband Íslands leitar að skipulögðum, drífandi og jákvæðum verkefnastjóra í 100% framtíðarstarf á skrifstofu sambandsins. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem margþætt menntun og reynsla nýtist vel.
4. júní 2025
Burt með mismunun - ný vefsíða
Mismunun á vinnumarkaði getur átt sér ýmsar ólíkar birtingarmyndir og það getur reynst dýrmætt að vera upplýst/ur um þessar ólíku birtingarmyndir til að geta brugðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að muna að mismunun á aldrei að líðast og er þar að auki ólögleg, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi.