1. september 2016
Fundur fólksins 2016
Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 2. og 3. september í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður…
1. september 2016
Yfirlýsing ASÍ og SA vegna sjálfboðaliða
Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboðaliða. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samta…
29. ágúst 2016
Samningur SGS við ríkið kominn á vefinn
Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og ríkisins vegna starfsfólks hjá ríkisstofnunum er nú aðgengilegur á rafrænu formi. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Prentuð útgáfa samningsins verður tilbúin á næstu dögum. Hafi félagsmenn hug á að nálgast eintak af umræddum samningi er þeim bent á að hafa samband við sitt stéttarfélag eða heimsækja skrifstofu þess. Eins og áður…
29. ágúst 2016
Trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði
Sú nýbreytni verður hjá Félagsmálaskóla alþýðu í haust að boðið verður upp á opið trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði.  Lengd námskeiðs samsvarar heilli viku, en henni dreift á allt misserið.  Byrjað verður á staðbundinni lotu sem tekur tvo daga (15. – 16. september), þar sem farið verður í Þjóðfélagið og vinnumarkaður, Trúnaðarmaðurinn, starf og staða, ásamt því að lögð verður áhersla á h…
25. ágúst 2016
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs
Á fundi miðstjórnar ASÍ í gær var meðfylgjandi ályktun samþykkt. "Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs þar sem embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana eru úrskurðaðir tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi. Niðurstaða kjararáðs gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði og lá til grundvallar vinnu aðila vinnumarkaðar…