6. júní 2017
Umhverfismál og jafnrétti í forgrunni á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
106. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar var sett í Genf þann 5. júní síðastliðinn. Þingið er haldið árlega og er stærsti vettvangur heims þar sem stéttarfélög, stjórnvöld og atvinnurekendur frá öllum heimshornum koma saman og ræða vinnumarkaðsmál. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna og sú eina þar sem svona þríhliða samráð er viðhaft. ILO fagnar hundrað ára afmæli…
4. júní 2017
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 280.000
Vert er að vekja athygli félagsmanna á eftirfarandi punktum varðandi lágmarkstekjur.
  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 280.000
  • Fyrir dagvinnu og allar bónus-, álags- og aukagreiðslur
  • Miðað við 173,33 tíma á mánuði eða 40 stundir á viku
  • Greiða skal uppbót á laun þeirra sem ná ekki kr. 280.000 fyrir dagvinnu
  • Dæmi: Ef taxtinn er kr. 266.000 og viðkomandi fær engar aukagreiðslur, sem t…
1. júní 2017
Vel heppnaður ungliðafundur
Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 18 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn aðildarfélaga SGS. Dagskráin var fjölbreytt og umræður líflegar. Farið var yfir hvernig starfið í hreyfingunni fer fram, Ásbjörg Kristinsdóttir frá Landsvirkjun ræddi um verkefnastjórnun og mikilv…
1. júní 2017
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk sveitarfélaga og ríkisins
Starfsgreinasambandið hefur gefið út nýja kauptaxta fyrir þá sem starfa hjá sveitarfélögum og ríkinu. Gildistími kauptaxtanna er frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka mánaðarlaun um 2,5% hjá sveitarfélögunum og 1,7% vegna jöfnunar á bilum milli launaflokka í launatöflu. Hjá ríkinu hækka laun 4,5% frá og með 1. júní 2017. -Kauptaxtar SGS fyrir starfsfólk hjá ríkinu (PD…
31. maí 2017
Formannafundur SGS ályktar um húsnæðismál
Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS sem nú stendur yfir á Hótel Laugarbakka í Miðfirði: Húsnæðisvandinn á Íslandi er alvarlegur og kemur verulega niður á lífsgæðum fólks sem er á leigumarkaði eða þarf að kaupa fasteignir dýru verði. Nánast um allt land vantar húsnæði og samhliða mannaflsfreku atvinnulífi stuðlar þetta að miklum húsnæðisvanda. Það færist í aukana að atvinnureken…