21. júní 2017
Hrund Karlsdóttir nýr formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur
Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur var haldinn í húsakynnum félagsins þann 19. júní síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf áttu sér stað formannaskipti í félaginu. Lárus Benediktsson lét af embætti eftir að hafa gengt hefur formennsku í félaginu í 17 ár og við tók Hrund Karlsdóttir. Enginn bauð sig fram á móti Hrund til formanns félagsins og var hún því sjálfkjörin.…
19. júní 2017
Ísland og jafnréttið á Alþjóðavinnumálaþinginu
Jafnrétti kynjanna var ofarlega á baugi á nýloknu þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Íslenska ríkisstjórnin stóð í samstarfi við Evrópusambandið, Kanada og fleiri fyrir hliðarviðburði þar sem ábyrgð karla á jafnréttismálum var rædd. Kynnt var skýrsla um stöðu feðra í heiminum og kom fram í kynningu á henni að konur vinna alls staðar meira en karlar þegar tekið er tillit til vinnu utan og innan…
9. júní 2017
Ríkisrekin þrælasala Norður-Kóreu
Eitt að þeim málum sem sérstaklega er tekið fyrir á 106. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í Genf fjallar um norður-kóreska þræla í Póllandi. Pólska ríkisstjórnin sætir gagnrýni fyrir að gera ekki nóg til að koma í veg fyrir þetta en ljóst er að vandinn er víðtækari en bara í Póllandi. Norður-Kórea hefur sent fólk til að vinna í yfir 40 löndum um heim allan. Áður var það aða…
7. júní 2017
Svarti listinn á Alþjóðavinnumálaþinginu
Á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem nú stendur yfir í Genf,  eru starfandi nokkrar nefndir og fylgist undirrituð sérstaklega með nefnd sem fjallar um einstök lönd og hugsanleg brot þeirra á grundvallarsáttmálum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Þessir grundvallarsáttmálar varða meðal annars bann við þrælahaldi, réttinn til að taka þátt í stéttarfélögum, réttinn til að gera kjarasamning…
6. júní 2017
Umhverfismál og jafnrétti í forgrunni á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
106. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar var sett í Genf þann 5. júní síðastliðinn. Þingið er haldið árlega og er stærsti vettvangur heims þar sem stéttarfélög, stjórnvöld og atvinnurekendur frá öllum heimshornum koma saman og ræða vinnumarkaðsmál. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) er elsta stofnun Sameinuðu þjóðanna og sú eina þar sem svona þríhliða samráð er viðhaft. ILO fagnar hundrað ára afmæli…