17. apríl 2015
Ný skýrsla um stöðu og horfur á vinnumarkaði
Vinnumálastofnun hefur sent frá sér skýrslu um Stöðu og horfur á vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Í skýrslunni fara sérfræðingar stofnunarinnar yfir landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn er eftir atvinnugrein og menntun.
Svo virðist sem fólki á vinnumarkaði muni fjölga heldur minna en sem nemur fjölgun starfa næstu ár og er mismunurinn nálægt 1.000…
17. apríl 2015
Árangurslaus fundur: Engar tilllögur frá SA
Samningafundi Starfsgreinasambandsins (SGS) með Samtökum atvinnulífsins (SA) lauk í dag í húsnæði sáttasemjara án árangurs. Fundurinn hófst 10 í morgun en stóð í skamman tíma og samninganefnd SGS yfirgaf húsið án þess að vera með nýtt tilboð frá atvinnurekendum í farteskinu. Atkvæðagreiðslu um verkfall lýkur á mánudag en náist ekki að semja hefst verkfall hjá þúsundum verkafólks þann 30. apríl. Me…
15. apríl 2015
Starfsfólk skyndibitastaða mótmælir í dag
Í dag, 15. apríl, boða starfsmenn skyndibitastaða í Bandaríkjunum til viðamikilla verkfalla og mótmæla til að krefjast þess að tímakaup á skyndibitastöðum í Bandaríkjunum verði að lágmarki 15 dollarar, eða jafnvirði rúmlega 1.700 króna. Hingað til hafa atvinnurekendur ekki viljað koma til móts við kröfur starfsfólksins og sagt kröfuna vera óraunhæfa.
Þúsundir starfsmanna í meira en 200 borgum víð…!--more-->
14. apríl 2015
Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar
Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 20. apríl 2015.
Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmynd…!--more-->
13. apríl 2015
Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hv…