7. nóvember 2019
Þing EFFAT - Framtíðin á vinnumarkaði
Á öðrum degi þings EFFAT hafa farið fram miklar umræður um stöðuna á vinnumarkaði í Evrópu og hvernig hann er að þróast. Mikil áhersla er lögð á að berjast saman gegn áherslum nýfrjálshyggjunnar, vaxandi misskiptingu og hættulegum vinnuaðstæðum.
6. nóvember 2019
Efnismikið þing EFFAT – Kristján Bragason kosinn framkvæmdastjóri
Á þingi EFFAT (European Federation of Trade Unions in the Food, Agriculture and Tourism), sem nú stendur yfir í Zagreb í Króatíu, er fjölþætt umræða um vinnuumhverfi, kjarasamninga, réttindi starfsfólks og hlutverk verkalýðshreyfingar.
31. október 2019
Mikil vonbrigði með úrskurð Hæstaréttar
Hæstiréttur felldi í gær dóm í kærumáli Starfsgreinasambandsins fyrir hönd Einingar-Iðju gegn Akureyrarbæ til að fá staðfest að sveitarfélögunum bæri að virða samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2009. Samninganefnd sveitarfélaganna neitaði að eiga viðræður um hvernig best væri að standa að útfærslunni og átti SGS ekki annan kost en að vísa málinu til Félagsdóms.
30. október 2019
Vel heppnaður fræðsludagur félagsliða
Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða stóðu fyrir árlegum fræðslufundi fyrir félagsliða í gær á Fosshótel Reykjavík. Um 30 félagsliðar mættu til leiks að þessu sinni í þeim tilgangi að fræðast um hin ýmsu málefni og kynnast betur sín á milli.
28. október 2019
Samband íslenskra sveitarfélaga vísar kjaradeilunni til ríkissáttasemjara
SGS og Eflingu barst í dag bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og stöðunni kjaradeilunni.