3. maí 2023
Silja tekur við af Signýju hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn voru gerðar breytingar á forystu félagsins. Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en Signý hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar í yfir 40 ár, m.a. sem varaforseti ASÍ og í framkvæmdastjórn SGS. Þá gegndi hún formennsku í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði um árabil.
28. apríl 2023
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá hjá stéttarfélögunum
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt, en nánari dagskrá er auglýst á heimasíðum og fréttabréfum félaganna.
28. apríl 2023
Finnbjörn A. Hermannsson kjörinn forseti ASÍ
Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið þar sem engin mótframboð bárust.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags var kjörin í embætti annars varaforseta ASÍ. Í embætti fyrsta varaforseta var kjörinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og í embætti þriðja varaforseta var kjörinn Kristján…
26. apríl 2023
Framhaldsþing ASÍ
Framhaldsþing Alþýðusamband Íslands fer fram daganna 27.-28. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Um er að ræða framhald á 45. þingi ASÍ sem frestað var 14. október síðastliðinn. Á þinginu koma saman um 300 fulltrúar frá 48 stéttarfélögum til að marka stefnu sambandsins til næstu ára.
26. apríl 2023
Anna tekur við formennsku af Birni í Einingu-Iðju
Aðalfundur Einingar-Iðju fór fram 24. apríl síðastliðinn en á fundinum tók ný forysta við stjórnartaumunum í félaginu. Björn Snæbjörnsson lét af formennsku eftir að hafa gegnt formennsku í félaginu 31 ár, en í heildina hefur Björn starfað í yfir 40 ár fyrir félagið.