11. mars 2024
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.
7. mars 2024
Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.
24. janúar 2024
Breiðfylkingin vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Komið er að krossgötum í viðræðum Breiðfylkingar stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins. Eftir fjölda funda er komið í ljós að SA fallast ekki á hófsama nálgun Breiðfylkingarinnar.
28. desember 2023
Áskorun gegn gjaldskrárhækkunum
Fyrr í dag átti SGS fund með Samtökum atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða fyrsta formlega fundinn um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
22. desember 2023
Stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði taka höndum saman um nýja þjóðarsátt
Íslensk heimili hafa of lengi verið föst í spennitreyju ofurvaxta og óðaverðbólgu, en hætta er á að kjarabætur sem náðst hafa fram í kjarasamningum síðustu ára brenni upp og verði að engu. Það hvernig tekst til við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eftir áramótin mun skera úr um þetta.