16. júní 2014
SGS á Nordisk forum
Sextíu konur frá Starfsgreinasambandinu hafa síðustu daga setið Norrænu kvennaráðstefnuna Nordisk forum í Malmö í Svíþjóð. Ráðstefnan hefur ekki verið haldin síðustu 20 ár og var mál kvenna að tími væri til kominn til að Norrænar konur kæmu saman og ræddu verkefnin framundan og hvernig mætti verja það sem hefur áunnist. Alls voru tæplea 400 konur frá Íslandi á ráðstefnunni en hún taldi milli 10 og…
10. júní 2014
Stofnanasamningur við Veðurstofuna
Gengið var frá stofnanasamningi við Veðurstofuna í fyrsta sinn í dag. Aldrei hefur stofnanasamningur verið í gildi á milli SGS og Veðurstofunnar en starfsfólkið sem samningurinn snertir starfar við mælagæslu, úrkomumælingar og skeytastöðvar vítt og breitt um landið. Starfsfólk mun hækka um allt að 7 launaflokka eftir menntun, starfsaldri og eðli starfs en það mun gerast í áföngum. Tveggja launaflo…
28. maí 2014
Nýr stofnanasamningur við Vegagerðina
Starfsgreinasamband Íslands og Vegagerðin hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Vegagerðinni sem starfa sbr. grein 11.1 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar, dags. 1. apríl 2014. Meðal breytinga frá eldri samningi má nefna að þeir starfsmenn sem ná 8 ára starfsreynslu hjá Vegagerðinni hækka um 4 launaflokka. Samninguri…
23. maí 2014
SGS undirritar nýjan kjarasamning við Landsvirkjun
Starfsgreinasamband Íslands hefur undirritað kjarasamning við Landsvirkjun sem tekur gildi þann 1. júní 2014. Samningurinn gildir til 28. febrúar 2015 líkt og aðrir samningar á hinum almenna vinnumarkaði. Helstu breytingar samningsins eru þær að laun taka almennum hækkunum í samræmi við aðra samninga á vinnumarkaði en auk þess er samið um eingreiðslu, kr. 90.000 krónur miðað við fullt starf frá 1.…
19. maí 2014
Nýr stofnanasamningur við Skógrækt ríkisins
Starfsgreinasamband Íslands og Skógrækt ríkisins hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Skógrækt ríkisins sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS,  sbr. grein 11.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og SGS hins vegar, dags. 1.5.2011. Samkvæmt samningnum hækkar fyrsti grunnflokkur um tvo launaflokka og aðrir grunnflokkar um einn…