6. janúar 2015
Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum
Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á að um áramótin tóku gildi nýir kauptaxtar hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögunum. Nýju kauptaxtana er finna hér.
5. janúar 2015
Gleðilegt ár!
Starfsgreinasambandið óskar aðildarfélögum, félagsmönnum, samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir allt liðið. Síðasta ár einkenndist af ólgu á vinnumarkaði, bæði voru fjöldi félaga innan SGS sem felldi samningana sem gerðir voru í desember 2013 og sömdu uppá nýtt og eins voru verkföll annarra stétta tíðari og samningar erfiðari en tíðkast hefur undanfarin ár. Skýlaus kraf…
21. desember 2014
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um farsæla kjarabaráttu og samstöðu á nýju ári.
Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
18. desember 2014
SGS hafði sigur í Félagsdómi í máli gegn Vísi hf.
Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf.
Tildrög málsins eru þau að Vísir hf., sem hefur rekið fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri tók í mars sl. ákvörðun um að flytja alla fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur. Fyrirtækið greindi frá þessu opinbe…
12. desember 2014
Formannafundur SGS haldinn í dag
Í dag, föstudaginn 12. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fjórða formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna málefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsmatskerfið og niðurstöður launaúttektar. Þá mun Ber…