8. júní 2015
Ný grein: Fæ ég koss í kaupbæti?
Stjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum hefur sent frá sér áhugaverða grein undir yfirskriftinni: Fæ ég koss í kaupbæti?, en greinin birtist m.a. á visir.is í dag. Í greininni vekja höfundar m.a. á alvarleika og hárri tíðni kynferðislegrar hjá starfsfólki í hótel- og veitingagreinum. Þá krefjast höfundar aðgerða af hálfu atvinnurekenda til að vinna á þessu h…
8. júní 2015
Ný rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað
Í dag stendur Starfsgreinasambandið, ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Meðfram ráðstefnunni lét Starfsgreinasambandið, í samstarfi við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, vinna rannsókn á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað. Rannsóknin var unnin a…
5. júní 2015
Kynferðisleg áreitni víðtækt vandamál í þjónustustörfum
Mánudaginn 8. júní stendur Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum á Norðurlöndum fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Hotel Natura hýsir ráðstefnuna og hefst hún kl. 10:30 og lýkur kl. 17:30. Daginn eftir mun smærri hópur fulltrúa stéttarfélaga ræða framhaldið og taka saman upplýsingar sem koma fram á ráðstefnunni. Ráðstefnun…
4. júní 2015
Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við SA
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins verður með rafrænum hætti og fer fram frá kl. 8:00 föstudaginn 12. júní til kl. 12:00 mánudaginn 22. júní nk. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar eftir hádegi 22. júní. Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofum síns félags. Félagsmenn fara inn á heimasí…
3. júní 2015
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar finna má hinar ýmsu gagnlegu upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning SGS og SA. Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, glærukynningu, kynningarbækling, upplýsingar um atkvæðagreiðslu o.fl. Fara á upplýsingasíðu SGS um kjarasamninga.
  • 1
  • 2
  • 3
  • Síðasta