4. október 2019
                    
                    
                        Hörð og ósveigjanleg afstaða sveitarfélaganna mikil vonbrigði
                    
                    
Deilur hafa staðið milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um efndir á samkomulagi frá því í júlí 2009 um jöfnun lífeyrisréttinda hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Eftir afdráttarlausa neitun sveitarfélaganna á að ræða lausnir í yfirstandandi kjaraviðræðum átti SGS ekki annan kost en að vísa ágreiningsefnum til Félagsdóms í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilu…