19. maí 2015
SGS berst enn frekari stuðningur erlendis frá
Eins og greint var frá hér á vefnum fyrir skemmstu þá hafa hafa fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Síðan þá hefur enn frekari stuðningur borist sambandinu víðs vegar frá í heiminum, t.a.m. frá Kanada, Portúgal og Króatíu. Líkt og áður er um að ræð…
18. maí 2015
Orlofsuppbót 2015
Starfsgreinasamband Íslands vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, þ.e. 39.500 kr. Þeir sem starf…
15. maí 2015
Starfsgreinasambandið frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Með þessu axlar SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum at…
12. maí 2015
Fundað í Karphúsinu í dag
Samninganefnd SGS mun hittast á fundi í dag til að ræða kjara­deilu Starfsgreinasambandsins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Fundurinn verður haldinn í Karphúsinu og hefst hann kl. 12:30. Á fundinum verður m.a. farið yfir stöðuna á vinnumarkaðnum í heild sinni, samningsgrundvöll við Samtök atvinnulífsins og hugsanlega aðkomu stjórnvalda. Fundurinn er hluti af reglulegum fundarhöldum samninganefndar…
8. maí 2015
Köllum eftir raunhæfum lausnum: Fólk í fullri vinnu þarf að geta séð fyrir sér
Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hefur verið tíðrætt um tilboð sem þau gerðu verkalýðshreyfingunni og er mikilvægt að halda ákveðnum atriðum til haga í því sambandi: SA lýsti því yfir við fyrirtæki innan samtakanna að verkalýðshreyfingin hafi hafnað tilboðinu áður en Starfsgreinasambandið fékk að sjá nokkurt tilboð. Áður höfðu önnur landssambönd og félög innan verkalýðshreyfingarinnar greinilega…