10. febrúar 2020
Samningur 17 aðildarfélaga SGS við sveitarfélögin samþykktur
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsmenn sveitarfélaga liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta.
3. febrúar 2020
Baráttukveðjur til Eflingar
Það eru grundvallarréttindi launafólks að geta bundist samtökum til að berjast fyrir sínum kjörum, sá réttur er alger og er ekki hægt að svipta fólk þeim rétti á vafasömum forsendum. Efling stéttarfélag hefur boðað til verkfalla félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg en viðræður aðila hafa engum árangri skilað.
3. febrúar 2020
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og sveitarfélaganna hefst í dag
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag kl. 12:00 og stendur til kl. 12:00 sunnudaginn 9. febrúar. Félagsmenn geta greitt atkvæði á sgs.is eða í gegnum heimasíður síns félags.
  • 1
  • 2
  • Síðasta