16. febrúar 2010
Feigðarflan
Um helgina sem leið lá við að illa færi á Langjökli. Við fyrstu sýn virðist hin skipulagða ferð með erlenda ferðamenn á jökulinn ekki hafa verið farin með fyrirhyggju og af ábyrgð. Hún var feigðarflan. Vissulega fögnum við þeirri giftusamlegu björgun mannslífa sem varð, en það vakna margar spurningar um ferðir á Íslandi og ferðatilhögun á jöklum. Ekki bara þar. Vélarvana bátar án öryggisbúnaðar í…
3. febrúar 2010
Var logið 2008? Er það málið?
Ábyrgir embættismenn í Hollandi ásaka nú Fjármálaeftirlitið íslenska um að hafa logið að sér varðandi stöðu íslensku  bankanna í ágúst 2008. Fyrrverandi forstjóri fjármálaeftirlitsins ber af sér sakir og vísar í milliuppgjör bankanna og löggilta endurskoðendur um að hér hafi allt verið í stakasta lagi. Þessu trúðu stjórnvöld eða a.m.k. vildu ekki trúa öðru. Allri gagnrýni á hina miklu útrásarvíkin…
28. janúar 2010
Fögnum ákvörðun umhverfisráðherra
Það mun draga mjög úr atvinnuleysi á Suðurnesjum þegar framkvæmdir hefjast af fullum krafti í Helguvík en rúmlega 4000 ársverk eru við byggingaframkvæmdirnar sem taka fjögur til sex ár. Loksins, loksins er von um að málið sé komið á hreyfingu og innlendar hindranir á undanhaldi. Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 30. október 2009 um að ekki skuli fara fram sameiginl…
10. janúar 2010
Hvað ber nú að gera
Um Icesave málið var fyrst fjallað hér á síðunni 13. nóv. 2008. Þáverandi seðlabankastjóri varpaði einna fyrstur fram þeirri kenningu að Íslendingum bæri engin skylda til að gangast í ábyrgð vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í útlöndum. Það kallaði á reiði Breta. Íslensku neyðarlögin staðfestu svo að innistæður á Íslandi væru bara tryggðar og Bretar ærðust. Þá voru tveir kostir í stöðunni.…
5. janúar 2010
Óheppileg ákvörðun
Í morgun ákvað forseti lýðveldisins að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mál er eins og kunnugt er ein lykilforsenda þess að unnt sé að reisa þjóðina úr þeim efnahagshörmungum sem útrásarvíkingarnir komu þjóðinni í. Enginn efast um vald forseta til að neita að undirrita lög. En slíkt vald verður að fara með af yfirvegun og ábyrgð.   Hér skal ekki lagt mat á það hver niðurstað…