1. maí 2015
Til hamingju með daginn verkafólk!
Starfsgreinasamband Íslands óskar verkafólki um land allt til hamingju með daginn, en í dag, 1. maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks um allan heim haldinn hátíðlegur. SGS hvetur alla til þess að taka þátt í kröfugöngum og -fundum verkalýðsfélaganna um land allt í dag, sýna samstöðu og efla baráttuandann með það að markmiði að knýja fram sanngjarnar og réttlátar kröfur verkafólks!  Dagskrá…
1. maí 2015
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir SGS
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur lýst yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands í kjaradeilu þeirra við atvinnurekendur vegna endurnýjunar aðalkjarasamninga. Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.